Lúllabúð er hugbúnaðardeild Netheims, sem sérhæfir sig í hönnun og uppsetningu á vefsíðum og snjallsíma „öppum”. Við leggjum ríka áherslu á notendavæna hönnun, og viljum taka mið af notandanum í öllu okkar vinnuferli, allt frá fyrsta fundi til lokaniðurstöðu. Því er það markmið okkar að sníða vörur að þörfum notenda, í stað þess að láta þá aðlagast að okkar vöru.

Við rekum vefkerfi í þágu fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Þau eru ýmist hýst hýst hjá okkur eða öðrum stað. Að því leyti felst sérhæfingin í WordPress forritun og hönnun fyrir vefsíður ásamt rekstri á einu af rótgrónustu hýsingarkerfum landsins undir merkinu XNET.IS. Meðal viðskiptavina okkar eru vefir eins og Nútíminn, Miðjan, Fréttanetið, Krónan, Nóatún, Ellos og lögregluvefurinn. Öll þessi fyrirtæki hafa valið þá leið að fara yfir í WordPress.

Stöðug þróun í vefmálum

Við gerum vefsíður

Vefurinn er í stöðugri þróun og leggjum við mikið upp úr því að kynna okkur nýjustu tækni og aðferðafræði, til þess að teljast samkeppnishæfir innan markaðarins. Sum verkefni krefjast sérlausna, sem verða til þess að við könnum ótroðnar slóðir og erum við með öllu óhræddir við að feta þann veg.

Ekkert verk er of lítið né of stórt, enda koma viðskiptavinir okkar úr öllum krókum og kimum atvinnulífsins. Öll verkefni hafa sína eiginleika og áskoranir, sem við leitumst eftir að takast á við í nánu samstarfi við viðskiptavininn. Ekkert veitir okkur jafn mikla ánægju og að ganga frá góðu verki þar sem allar óskir viðskiptavinarins hafa verið uppfylltar.