skip to Main Content
lullabud

Stöðug þróun í vefmálum

Lúllabúð er hugbúnaðardeild Netheims sem sérhæfir sig í hönnun, forritun  og uppsetningu á vefsíðum. Lögð er rík áherslu á notendavæna hönnun og sem tekur mið af notandanum í öllu okkar vinnuferli, allt frá fyrsta fundi til lokaniðurstöðu.  Netheimur sérhæfir sig  í WordPress forritun og hönnun fyrir vefsíður ásamt því að reka eitt rótgrónasta hýsingarkerfi landsins undir merkinu XNET.IS.

Við sérhæfum okkur í forritun og smíði á vefjum í WordPress og vefverslunum í WooCommerce. Þekking okkar og  reynsla í hýsingum og sérsmíði á viðbótum fyrir WordPress og WooCommerce kemur sér vel þegar fyrirtæki þurfa öfluga hýsingu og leiðsögn í smíði á vefjum sem þurfa öflugar tengingar.

Veflausnir

  • Meðal nýrra viðbóta sem við höfum smíðað eru tengingar við:
  • Allar helstu greiðslugáttir íslensku kortafyrirtækjanna.
  • Tenging milli vefverslunar og bókhaldskerfa
    • Við smíðum tengingar / brýr millli Navision og vefverslunar
    • DK bókhaldskerfi, DK-WOO viðbótin beintengir vefverslunina við DK.
  • Mínar síður

 

 

Meðal viðskiptavina Netheims eru vefir eins og Reykjavík Grapevine, Nútíminn, Miðjan, Fréttanetið, Bónus, Krónan, Nóatún, VHE, SSF, Viss.is  og Lögregluvefurinn. Öll þessi fyrirtæki hafa valið þá leið að fara yfir í WordPress.

 

Veraldarvefurinn er í sífelldri þróun og Netheimur leggur mikið upp úr því að starfsmenn kynni sér nýjustu tækni og aðferðafræði til þessað vera samkeppnishæfir. Sum verkefni krefjast sérlausna, sem verða til þess að fyrirtækið fer ótroðnar slóðir.

Back To Top