skip to Main Content

WooCommerce viðbót fyrir DK Bókhaldskerfið

Með DKWoo geta fyrirtæki beintengt DK bókhald við WooCommerce vefverslunarkerfið.

Eiginleikar þessarar viðbótar eru t.d þessar


Sölupantanir

Sölupantanir fara beint nú inn í DK þegar pöntun er gerð á vefsíðu og statusar í DK beintengdir við WooCommerce, ef staða pöntunar breytist í DK þá breytist það í WooCommerce og öfugt.

Reikningar

Reikningar stofnast ekki sjálfkrafa í DK til þess að sporna við vandamálum sem kunna að koma upp við vörur eða pantanir eins og ef varan er ekki til eða einhver villa átti sér stað, þ.a.l. þá þarf ekki að bakfæra eða endurgreiða. Stjórnandi verslunar tekur hinsvegar sölupöntun og færir á reikning þegar allt er klárt. (með einum smelli) (hægt að hafa sjálfvirkt líka ef óskað er eftir því)

Greiðslur

Greiðslur í gegnum vefverslun er val stjórnanda hverju sinni, hægt er að greiða fyrir vörur með greiðslukortum, millifærslum eða öðru.

Stöður í DK

Ef staða pöntunar breytist í DK þá breytist það í WooCommerce og öfugt. Hver staða hvort sem hún er í DK eða WooCommerce er sett í svokallað „Flýtiminni“ og geymd í 15 mínútur til þessa að minnka hægvirkni í tengingu á milli DK og WooCommerce.

Viðskipavinir og nýskráningar
Nokkrar útgáfur hafa verið útfærðar og búnar til í þessari viðbót við DK.

  1. Nýskráning getur verið alfarið tengd við Íslykil.
  2. Nýskráning getur verið læst fyrir eingögnu kennitölur sem eru forskráðar í DK með netfangi.
  3. Samfélagasmiðla nýskráning með t.d Facebook, Twitter eða Google aðgangi.
  4. Venjuleg nýskráning en þó með sjálfvirkum notandanöfum og lykilorðum út frá kennitölu og nafni eða alveg sjálfvirk.
Back To Top