skip to Main Content

Netheimur rekur tæknideild, hugbúnaðardeild, hýsingardeild og sjálfsafgreiðslukerfi xnet.is

Tæknifyrirtækið Netheimur hefur verið starfrækt í 19 ár og hefur á þeim tíma byggt upp mikla sérhæfingu á sviði reksturs tölvukerfa,
hýsingar og hugbúnaðarsmíði. Starfsemin fer fram í vistlegu húsnæði að Sóltúni 26. Þetta er mátulega stór vinnustaður þar sem finna má samhentan, glaðlegan og vinnusaman starfsmannahóp sem býr að fjölbreyttum bakgrunni,menntun og aldursdreifingu.

Persónuleg þjónusta er okkar aðalsmerki !

Starfsmenn er vel í stakk búinn til að svara þeim kröfum og takast á við þær áskoranir sem eingöngu fagmenn eru færir um að leysa af
hendi. Leiðarstefið í allri vinnu Netheims felst þó ávallt í því að kapp sé best með forsjá.

Ekkert verk er of lítið eða of stórt, enda koma viðskiptavinir Netheims hvaðanæva úr atvinnulífinu. Starfsmenn Netheims leggja

sig sérstaklega fram um að ljúka verkefnum þar sem allar óskir viðskiptavinarins hafa verið uppfylltar.

Sérhæfing í öryggismálum er eitt aðalsmerki Netheims. Þegar kemur að því að verjast rafrænum vágestum, þá er uppsetningin í raun

sérsniðin að þeim þörfum sem skapast hverju sinni. Nærtækustu dæmin eru eigin eldveggur ásamt ýmsum viðbótum sem einfaldlega

loka á allar mögulegar ógnir sem steðja að hverju sinni. Netheimur er umboðsaðili Sophos og PFSense á Íslandi. Með þessum öryggislausnum tryggjum við viðskiptavinum okkar upp á fullkomið öryggi á innri kerfum fyrirtækisins, tölvum, netþjónum, snjallsímum og spjaldtölvum til móts við ytra öryggi í netlausnum.

Deildir Netheims eru:

Tæknideild
Hugbúnaðardeild
Hýsing – RDV
Xnet.is – sjálfsafgreiðsla með vefhýsingu

Back To Top