Um Netheim
Það er bara einn Netheimur eins og einn alheimur
Hvað gerum við?
Einfaldara væri líklega að segja frá því sem við gerum ekki því við erum þetta eina símtal sem fyrirtæki þitt þarf að hringja þegar eitthvað bjátar á.
Við bjóðum upp á alhliða tækni- og vefþjónustur sniðna að þínu fyrirtæki.
Hvort sem það er tölvu- eða netbúnaður, heimasíðan, tæknivandræði, póstmál, vefverslunin eða hreinlega að prentarinn prentar ekki. Þá erum við þitt tölvufólk.
Hafðu samband og við skoðum þetta með þér.
Starfsfólk Netheims
Hjá Netheimi starfar þéttur hópur einstaklinga af forriturum og tæknifólki. Samanlagt státum við okkur að yfir 250 ára reynslu í tölvubransanum. Við bjóðum persónulega og góða þjónustu og leggjum metnað í alla þjónustu sem við sinnum fyrir þig.
Okkar sýn
Hver erum við?
„Við erum þinn aðstoðarmaður í tæknimálum“
Netheimur var stofnaður árið 1998 af þeim Ellerti Kristjáni Stefánssyni og Guðmundi Inga Hjartarsyni. Frá upphafi var ákveðið að veita góða þjónustu fyrir alla.
Hvað fólst í því? Jú að standa við stóru orðin og láta verkin tala.
Netheimur hefur vaxið og dafnað þrátt fyrir ólgusjó áfalla síðustu ára og staðið keikur í gegnum það allt.
Netheimur hefur glímt við 2000 bóluna, fjármálakreppuna þegar Geir Haarde bað guð að blessa Ísland, alheimskreppu og nú síðast farsótt sem geisaði um allan heim.
Allar þessar áskoranir hafa einnig gefið tækifæri til þróunar og breytinga. Tækifæri sem ef til vill annars hefðu ekki komið til.
Netheimur hefur upplifað gríðarlegar tæknibyltingar, allt frá Nokia 5110 í uppsetningar á sjálfsafgreiðslukössum í verslunum og netverslunum með tengingar við öll nauðsynleg kerfi og er enn að læra og bæta við sig þekkingu.
Starfsfólk okkar byggir samanlagt á yfir 250 ára reynslu. Hópurinn er þéttur og skemmtilegur þar sem hver og einn fær að blómstra með sína sérþekkingu.
Póstlisti Netheims
Skráðu þig á póstlistann okkar og við sendum þér fréttir og fróðleik.