Hugbúnaðardeild
Vefsíðugerð
Veistu ekki hvar þú átt að byrja?
Við getum aðstoðað, þú getur sent okkur póst á adstod@netheimur.is
Vefari: „sá eða sú sem vefur klæði“
Vefsvæði er
Vefarar okkar eru lítið í fatasaum en smíða heilu vefsvæðin eftir pöntunum.
Við vinnum aðallega í WordPress en það er stærsta vefumsjónarkerfi í heimi og hægt að leysa flestar óskir með sérhönnuðum viðbótum fyrir WordPress.
Hugbúnaðardeild Netheims lætur sér fátt fyrir brjósti brenna og eru engin verkefni of lítil eða of stór.
Við höfum unnið að tengingum milli vefverslana og bókhaldskerfa og erum í fremstu röð með tengingar við DK.
Við bjóðum upp á rafrænar innskráningar sem og rafræna auðkenningu í samstarfi við Dokobit, sérhannaða myndalausn sem einfaldar vinnuna, kennslu og utanumhald í vefverslunum og allt hitt sem þig vantar og langar í á þínu vefsvæði.
Hugbúnaðardeild okkar styður þig í þínum rekstri alla leið. Stuðningur, smíði og umsjón, allt sniðið að þínum þörfum.
Hafðu samband og við leysum málið.
adstod@netheimur.is
Vefsíður
Hver er munurinn á vefsvæði og vefverslun?
Vefsvæði er
- Nauðsynlegt fyrir öll fyrirtæki stór eða smá.
- Upplýsingasíða um fyrirtækið, eigendur og hvernig hafa má samband.
- Sýnileiki á internetinu.
- Auglýsingaleið fyrir fyrirtæki.
- Nútíma tenging við samfélagið.
Vefverslun er
- Útibú fyrirtækisins á netinu
- Ekki bundin staðsetningu
- Er hægt að tengja við bókhaldskerfi, póstkerfi og ýmis önnur forrit sem einfalda verklag
- Nauðsynleg öllum fyrirtækjum sem selja vörur eða þjónustu því neytandinn vill geta leyst málið á snöggan, þægilegan og öruggann hátt
- Nútíma verslunarmáti í annríki dagsins
Ferlið
Með því að fylgja þessum 7 skrefum geturðu fengið fullbúna veflausn í hendurnar.
Við hlökkum til að vinna með þér að þinni veflausn!
Hafðu samband
Fyrsta skrefið er að komast í samband við okkur. Þú getur sent okkur erindi á adstod@netheimur.is eða fyllt út formið hér neðst á síðunni
Við svörum þér innan sólarhrings!
Hittumst
Við viljum hitta þig svo við fáum sem besta tilfinningu fyrir verkefninu. Þannig getum gert nákvæmari kostnaðar- og tímaáætlun. Fundurinn tekur yfirleitt á bilinu 15-30 mínútur og hægt að velja um að koma í kaffibolla til okkar að Suðurlandsbraut 6 eða fjarfund á Teams.
Greining og tilboð
Að fundi loknum hellum við okkur í áætlanagerð. Þú færð uppsetta ítarlega áætlun með verðum og tímasetningum varðandi upphaf og verklok.
Til þín
Vinnslutími tilboða er mislangur og veltur á umfangi verksins. Þegar allt er klárt sendum við tilboðið til þín og þú hefur 14 daga til að samþykkja áætlunina. Við setjum tímamörk svo að hægt sé að standa við dagsetningar.
Samningur
Þegar þú samþykkir áætlunina sendum við samning til þín til rafrænnar undirritunar.
Keyrum þetta í gang
Við undirritun getum við hafist handa við að smíða veflausnina þína.
Veflausnin þín
Þegar komið er að verklokum setjum við svæðið þitt í loftið og gefum þér aðgang að bakenda síðunnar. Við bjóðum upp á leiðbeiningar og sýnikennslu sé þess óskað.