Hugbúnaðardeild

Vefsíðugerð



Við getum aðstoðað,
þú getur sent okkur póst
á adstod@netheimur.is

Góð vefhönnun er lykilatriði fyrir ímynd fyrirtækja.


Hönnum stílhreinar og snjallvænar vefsíður

Við sérhæfum okkur í WordPress, stærsta vefumsjónarkerfi heims, og getum uppfyllt flestar óskir með sérhönnuðum WordPress síðum. Hugbúnaðardeild Netheims tekur að sér verkefni af öllum stærðum og gerðum, engin verkefni eru of lítil eða of stór fyrir okkur.

Við höfum mikla reynslu af tengingum milli vefverslana og bókhaldskerfa, sérstaklega með DK. Við bjóðum einnig upp á rafrænar innskráningar og auðkenningu í samstarfi við Dokobit, auk sérhannaðra myndalausna sem einfalda vinnuna, kennslu og utanumhald í vefverslunum.

Hugbúnaðardeild okkar styður þig í rekstri þínum frá upphafi til enda, með stuðningi, smíði og umsjón, allt sniðið að þínum þörfum.

Hafðu samband og við leysum málið.
adstod@netheimur.is

Ferlið


Hafðu samband

Fyrsta skrefið er að hafa samband við okkur. Þú getur sent okkur tölvupóst á adstod@netheimur.is eða fyllt út formið hér neðst á síðunni.

Við svörum innan sólarhrings!

Hittumst

Við viljum hitta þig til að fá sem besta tilfinningu fyrir verkefninu. Þannig getum við gert nákvæmari kostnaðar- og tímaáætlun. Fundurinn tekur yfirleitt 15-30 mínútur og þú getur valið að koma í kaffibolla til okkar á Suðurlandsbraut 6 eða mætt á fjarfund á Teams

Greining og tilboð

Að fundi loknum hellum við okkur í áætlanagerð. Þú færð uppsetta ítarlega áætlun með verðum og tímasetningum varðandi upphaf og verklok.

Til þín

Vinnslutími tilboða er mismunandi og fer eftir umfangi verksins. Þegar tilboðið er tilbúið, sendum við það til þín og þú hefur 14 daga til að samþykkja áætlunina.

Samningur

Þegar þú samþykkir áætlunina sendum við samning til þín til rafrænnar undirritunar.

Keyrum þetta í gang

Við undirritun getum við hafist handa við að smíða veflausnina þína.

Veflausnin þín

Þegar verkefninu lýkur setjum við vefsvæðið þitt í loftið og veitum þér aðgang að bakenda síðunnar. Við bjóðum einnig upp á leiðbeiningar og sýnikennslu ef þess er óskað.